2 September 2009 12:00

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Síðdegis fannst amfetamín við húsleit í íbúð tvítugs pilts í Árbænum. Um níuleytið í gærkvöld stöðvaði lögreglan för 18 ára ökumanns í Kópavogi en sá var undir áhrifum fíkniefna og reyndist einnig vera með marijúana í fórum sínum. Með honum í bílnum voru fjórir aðrir piltar á aldrinum 15-17 ára. Nokkru síðar stöðvaði lögreglan bíl í Hlíðunum en farþegi í honum, karl á fertugsaldri, var með amfetamín í fórum sínum.