14 Október 2009 12:00

Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fyrst fundust  fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði og var karl á fertugsaldri handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Og eftir miðnætti handtók lögreglan tvo pilta um tvítugt á Kringlumýrarbraut. Þeir voru á stolnum bíl og létu sér ekki segjast fyrr en eftir stutta eftirför. Piltarnir voru báðir undir áhrifum fíkniefna.