8 Október 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur piltum um tvítugt í Kópavogi í gær. Það var um kvöldmatarleytið sem för þeirra var stöðvuð en piltarnir voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Þeir voru sakleysið uppmálað en reyndust engu að síður hafa kannabisefni í fórum sínum. Piltur á svipuðu reki var einnig stöðvaður í miðborginni í gærkvöld en í bíl hans fundust sömuleiðis kannabisefni.