7 Febrúar 2007 12:00

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Síðdegis fór lögreglan í íbúð á Seltjarnarnesi en þar hafði fólk verið að neyta fíkniefni. Kona um fertugt var handtekin vegna málsins. Eftir kvöldmat voru höfð afskipti af þremur karlmönnum á aldrinum 18-22 ára. Þeir voru allir stöðvaðir í Breiðholti með stuttu millibili. Í fórum þeirra fundust ætluð fíkniefni en mál þeirra tengjast ekki.

Síðla kvölds voru þrír karlmenn á aldrinum 19-22 ára teknir í óskyldum málum í austurborginni en þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli. Undir miðnætti var karlmaður um fertugt handtekinn í miðborginni en í fórum hans fundust ætluð fíkniefni. Í nótt var karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í Hafnarfirði en hann er grunaður um fíkniefnamisferli.