25 Ágúst 2013 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á menningarnótt en hún lagði hald á bæði  kannabisefni og einnig lítilræði af amfetamíni og kókaíni. Í einu málanna fundust kannabisefni í bifreið og viðurkenndi farþegi í bílnum aðild sína að málinu. Auk fíkniefna reyndist einn gestur á menningarnótt hafa hníf í fórum sínum. Lagt var hald á hnífinn og maðurinn handtekinn, en hann var einnig með fíkniefni meðferðis.