14 Maí 2012 12:00
Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum, eða 8,5 kg af amfetamíni.
Þremenningarnir voru allir handteknir um miðjan apríl, sama dag og þeir höfðu komið hingað með flugi frá Póllandi. Það voru tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem komust á snoðir um málið en þeir sýndu mikla árverkni og góð vinnubrögð þegar málið uppgötvaðist.