15 Mars 2013 12:00

Tveir karlar á þrítugsaldri, annar frá Litháen en hinn íslenskur, voru í dag í héraðsdómi úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. mars í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var Lithái á fimmtugsaldri úrskurðaður í farbann til 12. apríl í þágu rannsóknarinnar. Áðurnefndir Litháar, sem voru báðir handteknir í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, komu hingað til lands frá Bretlandi, en annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Íslendingurinn, sem er grunaður um aðild að málinu, var hins vegar handtekinn fyrr í vikunni.