29 Maí 2009 12:00
Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júní og einn til 5. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
Þrír mannanna, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni SIRTAKI djúpt út af SA-landi. Sá fjórði, sem er um þrítugt, var handtekinn á Austurlandi en þeir eru allir grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. Tveir karlar til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.