8 Janúar 2010 12:00
Karl á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, er grunaður um aðild að innflutningi á rúmlega 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Bandaríkjunum. Íslensk kona á þrítugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sama máls, er hinsvegar laus úr haldi.