8 September 2008 12:00

Karl á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. október. Hann er grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í sumar.

Úrskurðurinn var kveðinn upp í Hæstarétti en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfu lögreglunnar og þess í stað úrskurðað manninn í farbann til 9. október. Lögreglan kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar sem nú hefur úrskurðað eins og fyrr segir og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.