29 Febrúar 2020 11:45
Fimm manns voru handteknir í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í og við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun eftir að henni bárust upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir. Fimmmenningarnir voru á tveimur bifreiðum, önnur var stöðvuð í Hvalfjarðargöngunum en hin við norðurenda þeirra. Hinir handteknu voru færðir á lögreglustöð, en í fórum þeirra fundust fíkniefni. Málið telst að mestu upplýst.
Við aðgerðirnar í morgun naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögreglunnar á Vesturlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra.