1 Mars 2020 11:37

Fjórir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli. Þau voru handtekin í aðgerðum lögreglunnar í og við Hvalfjarðargöng í gærmorgun, en lagt hefur verið hald á talsvert af fíkniefnum í tengslum við málið. Fólkið er á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri.

Rannsókninni miðar vel, en frekari upplýsingar um málið verða ekki veittar að svo stöddu.