11 September 2009 12:00

Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, þrír á þrítugsaldri og einn undir tvítugu, eru grunaðir um aðild að máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til rannsóknar undanfarnar vikur en það varðar innflutning á fíkniefnum hingað til lands frá Danmörku. Málið hefur verið unnið í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en nokkur önnur lögregluembætti hérlendsins auk tollyfirvalda hafa átt aðkomu að rannsókninni. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.