5 Október 2015 11:32

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mikið magn fíkniefna, en efnin voru falin í bifreið sem kom til landsins með Norrænu í þar síðustu viku. Fjórir, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en fjórmenningarnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Þremur var gert að sæta gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð og einum í viku. Málið er umfangsmikið, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar að svo stöddu.