19 Apríl 2009 12:00

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem eru allir um þrítugt, voru handteknir á Austurlandi í nótt en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. Þremenningarnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.