1 Júlí 2011 12:00

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gær eftir að talsvert magn af ætluðu amfetamíni fannst á heimili hans í Grafarvogi. Lögreglan telur að fíkniefnin sem voru um hálft kíló hafi átt að fara í sölu. Maðurinn sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglu hefur verið yfirheyrður og viðurkennt brot sitt.