28 Apríl 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt nokkrar húsleitir í Hafnarfirði og Garðabæ undanfarið og lagt hald á talsvert af kannabisefnum. Á einum stað var að finna 2 kg af marijúana, en fíkniefnin voru tilbúin til sölu. Á öðrum stað var lagt hald á hálft kg af marijúana og á þeim þriðja fundust 30 stórar kannabisplöntur. Í þessum aðgerðum hefur einnig verið lagt hald á amfetamín, MDMA og e-töflur. Í nær öllum málanna hafa komið við sögu karlar á aldrinum 18-30 ára. Ein kona á þrítugsaldri var handtekin í fyrrnefndum aðgerðum og viðurkenndi hún sölu fíkniefna, en á heimili hennar var lagt hald á marijúana.