19 Desember 2008 12:00

Tveir piltar voru handteknir í Hlíðunum í gær en í bíl þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða rúmlega 100 grömm af marijúana og viðurkenndi annar piltanna að það væri ætlað til sölu. Sá hinn sami hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.