3 Febrúar 2015 16:05

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi á annan tug húsleita í óskyldum fíkniefnamálum í Kópavogi og Breiðholti í síðasta mánuði. Lagt var hald á talsvert af kannabisefnum, en einnig amfetamín, MDMA og stera. Á tveimur stöðum var lagt hald á um 50 gr. af amfetamíni og um 500 gr. af kannabisolíu á þeim þriðja. Í tveimur málanna var lagt hald á um 400 gr. af pressuðum kannabislaufum.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu, dreifingu og framleiðslu fíkniefna, en lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.