27 Apríl 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði 120 grömm af ætluðu marijúana í fyrirtæki í austurborginni í gær. Á sama stað fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni í neysluskömmtum. Karlmaður um fertugt, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn vegna málsins sem telst að mestu upplýst.

Á öðrum stað í austurborginni fundust ætluð fíkniefni í vistaverum karlmanns á líkum aldri og í íbúð í miðborginni fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni. Í seinna málinu er karlmaður á þrítugsaldri grunaður um fíkniefnamisferli.