5 Febrúar 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Árbæ í gær. Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Fíkniefni fundust einnig við húsleit í Laugardalshverfi. Þar innandyra voru tveir karlar um þrítugt og voru báðir handteknir. Lögreglan fann sömuleiðis fíkniefni í tveimur bílum í borginni og handtók tæplega fertugan karl í tengslum við annað málið en viðkomandi var jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Þá stöðvaði lögreglan för þriggja ökumanna í gær sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. Þeir voru allir stöðvaðir í Reykjavík.