26 September 2007 12:00

Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 1. október nk. en hann er grunaður um innflutning á kókaíni í fljótandi formi. Karl á fertugsaldri var sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en sá er laus úr haldi.

Niðurstaða efnagreiningar, sem unnin var af Háskóla Íslands, liggur fyrir. Samkvæmt henni samsvarar efnið sem um ræðir um 600 gr af kókaíni.