4 September 2006 12:00
Nokkur minniháttar fíkniefnamál komu upp í Reykjavík um helgina og fundust ætluð fíkniefni við ólíkar aðstæður. Í einu málanna fundust þau í bifreið og í öðru á ökumanni bifreiðar sem var stöðvuð við eftirlit.
Þá er maður sem var ekið á slysadeild eftir áflog grunaður um fíkniefnamisferli og sömuleiðis aðili sem lögreglan sótti á almenningssalerni í borginni. Einn til viðbótar var gripinn á förnum vegi en í fórum hans fundust ætluð fíkniefni.