6 Desember 2006 12:00

Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær en í þeim báðum fundust ætluð fíkniefni. Í fyrra málinu var um að ræða fíkniefnamisferli karlmanns á fimmtugsaldri en hann var stöðvaður á bíl sínum síðdegis. Í seinna málinu fundust ætluð fíkniefni í heimahúsi en þar átti í hlut karlmaður á fertugsaldri.

Þá var í  nokkrum tilvikum óskað aðstoðar lögreglu þar sem heimilisfólk átti í deilum. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en því miður er þetta ekkert einsdæmi.  Lögreglan hefur áður í vetur sinnt útköllum þar sem þrætueplið var hið sama.