9 Nóvember 2006 12:00
Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöld og nótt . Það fyrra í austurbænum en þá fundust ætluð fíkniefni í heimahúsi. Einn var handtekinn, karlmaður á þrítugsaldri. Í seinna málinu fundust líka ætluð fíkniefni. Það var í heimahúsi í vesturbænum. Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin í tengslum við það. Karlarnir eru á fimmtugsaldri en konan er nokkru yngri.
Þá var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í hádeginu í gær. Sá hafði stungið sér eldri mann með hnífi í húsi í borginni. Sá sem fyrir hnífnum varð mun ekki hafa slasast alvarlega. Ekki er vitað hvað hnífamanninum gekk til.