27 September 2006 12:00

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu vegna fíkniefnamála í nótt. Þeir voru báðir teknir í austurbæ Reykjavíkur en þó ekki á sama tíma. Í fórum beggja fundust ætluð fíkniefni en mál þeirra eru óskyld.

Í nótt eða gærkvöld var einnig gerð tilraun til innbrots í húsnæði félagasamtaka og þar urðu nokkrar skemmdir. Í gær var sömuleiðis tilkynnt um rúðubrot á tveimur stöðum í borginni og þá var skorið í hjólbarða á fjórum bifreiðum, einni í vesturbænum og þremur í einu af úthverfunum.