16 Nóvember 2011 12:00

Tveir karlar á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir í austurborginni í gærkvöld en í fórum þeirra fannst nokkuð af ætluðu marijúana og hassi sem og lyfjum. Þeir höfðu einnig meðferðis töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Einnig var lagt hald á ýmsa muni sem fundust við leit í bílum mannanna en við aðgerðina var notaður fíkniefnaleitarhundur frá tollinum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.