22 Mars 2013 12:00
Lithái um þrítugt hefur verið úrskurðaður í farbann til 17. apríl í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn fyrir hálfum mánuði ásamt öðrum Litháa, sem er á fimmtugsaldri, en mennirnir komu hingað til lands frá Bretlandi. Annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni, en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Eldri Litháanum var sleppt úr haldi í síðustu viku, en hann var þá jafnframt úrskurðaður í farbann til 12. apríl. Þriðji maðurinn, Íslendingur á þrítugsaldri, sat einnig í gæsluvarðhald um tíma í tengslum við málið, en sá hefur nú hafið afplánun vegna annarra mála.
Rannsókn málsins miðar ágætlega.