18 Febrúar 2013 12:00

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en hún hélt úti sérstöku eftirliti í tengslum við alþjóðlega tónlistarhátíð í Hörpu. Þar voru höfð afskipti af á þriðja tug tónleikagesta á föstudagskvöld og lagt hald á fíkniefni. Fyrrnefndir gestir, allt karlar, eru á aldrinum 18-41 árs. Þrátt fyrir málafjöldann skal tekið fram að góð gæsla var á staðnum, en eftirlit lögreglu var unnið í náinni samvinnu við starfsfólk hússins.

Eftirlit lögreglu beindist jafnframt að fleiri stöðum í miðborginni, og voru höfð afskipti af allnokkrum til viðbótar annars staðar á svæðinu og í þeim tilvikum einnig lagt hald á fíkniefni.