3 Febrúar 2009 12:00

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega fertugur karl var stöðvaður í Kópavogi á föstudagskvöld en sá var með fíkniefni í fórum sínum. Fíkniefni fundust við húsleit í miðborginni um kvöldmatarleytið á sunnudag. Á sama stað lagði lögreglan hald á peninga sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Sama kvöld hafði lögreglan afskipti af manni á öðru stað í hverfinu. Sá er grunaður um fíkniefnamisferli en viðkomandi var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Á sunnudagkvöld voru einnig höfð afskipti af fólki í Háaleitishverfi og Breiðholti. Tveir voru handteknir í Háaleitishverfi en í húsi þar fundust fíkniefni. Og aðfaranótt mánudags fann lögreglan fíkniefni í bíl í Hafnarfirði.

Þá stöðvaði lögreglan för fimm ökumanna um helgina sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða karla á aldrinum 18-26 ára. Þrír þeirra voru teknir í Reykjavík en hinir í Kópavogi og Hafnarfirði.