21 September 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för þriggja ökumanna í umdæminu um helgina sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir á sunnudag, annar í Kópavogi en hinn í Breiðholti, en sá þriðji var tekinn í Hafnarfirði í nótt. Um var að ræða þrjá karla, tvo á þrítugsaldri og einn undir tvítugu.
Fleiri fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar um helgina því hún hafði afskipti af þremur körlum á þrítugsaldri sem allir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Tveir þeirra voru teknir í miðborginni og einn í Grafarholti. Í fórum þeirra allra fundust ætluð fíkniefni.