19 Mars 2007 12:00

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni, þ.e.a.s. maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum.

Á laugardagskvöld handtók lögreglan karlmann um fimmtugt í vesturhluta borgarinnar. Á heimili hans fundust kannabisplöntur og sömuleiðis áhöld til ræktunar. Á sama stað voru einnig haldlögð tæki til heimabruggunar.