5 Nóvember 2003 12:00

Síðastliðið mánudagskvöld var piltur á tvítugsaldri handtekinn í Hafnarfirði, grunaður um vörslu fíkniefna og sölu. Eftir dómsúrskurð þar um var framkvæmd leit í bifreið viðkomandi og á heimili hans. Tæplega fimmtíu grömm af amfetamíni fundust við þá leit, sem og lítilræði af hassi. Við yfirheyrslu játaði pilturinn neyslu fíkniefna og sölu þeirra. Hann hefur nú verið látinn laus úr haldi lögreglu. Málið telst uppýst.