3 Mars 2004 12:00

Eftir að hafa fylgst með húsnæði í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í allnokkurn tíma handtók lögreglan í gær fjóra einstaklinga á þrítugsaldri vegna meints fíkniefnamisferlis. Tvær húsleitir voru gerðar í framhaldinu sem og leitað í þremur bifreiðum. Hald hefur verið lagt á, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum, rúmlega 850 grömm af hassi, 160 grömm af amfetamíni, 10 grömm af kókaíni og 400 E-töflur. Gæsluvarðhalds hefur verið krafist yfir tveimur þeirra er handtekin voru, pilti og stúlku, en tveimur hefur verið sleppt.