8 Desember 2010 12:00

Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en við aðgerðina var jafnframt lagt hald á tæplega hálft kíló af marijúana. Mennirnir, sem eru báðir um þrítugt, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Annar þeirra var með barnið sitt með í för þegar áðurnefnd viðskipti með fíkniefni fóru fram en afskipti lögreglunnar af mönnunum áttu sér stað á bílastæði í úthverfi.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.