11 Apríl 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði á föstudag. Karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndi hann að fíkniefnin, 20 grömm af amfetamíni, hefðu verið ætluð til sölu. Við húsleitina naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.