9 Júlí 2010 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni í bíl í Reykjavík í gærkvöld. Um var að ræða bæði marijúana og hass en talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu. Ökumaðurinn, karl á þrítugsaldri, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu en hann var undir áhrifum fíkniefna.
Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.