28 Mars 2007 12:00

Þrítugur karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær. Maðurinn var staðinn að verki þegar hann var að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl fíkniefnasalans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og 10 grömm af maríjúana. Í framhaldinu var leitað á heimili hans og þar fundust til viðbótar 20 grömm af hassi. Yngri maðurinn var líka færður á lögreglustöð en málið er nú að mestu upplýst.