22 Nóvember 2018 18:08
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem töluvert magn kannabisefna, eða rúm 2 kg., uppgötvaðist af tollayfirvöldum í Kanada, á leið til Íslands. Í kjölfar rannsóknar voru framkvæmdar tvær húsleitir hér á landi en í annarri þeirra fannst nokkuð magn metamfetamíns. 3 karlmenn á þrítugsaldri, voru handteknir vegna málsins en voru þeir látnir lausir eftir skýrslutökur, enda telst málið að mestu upplýst.
 
Um er að ræða aðra sendinguna af kannabisefnum frá Kanada, á þessu ári, sem löggæsluyfirvöld stoppa, en í fyrri sendingu voru rúm 13 kg.af kannabisefnum haldlögð.