6 Desember 2007 12:00
Karl og tvær konur, sem öll eru á þrítugsaldri, voru handtekin í húsleit í íbúð í miðborginni en þar fundust ætluð fíkniefni. Um nokkurt magn var að ræða en fíkniefnin voru falin í peningaskáp. Í honum var einnig lítilræði af fjármunum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.