7 Desember 2007 12:00

Karl á þrítugsaldri var færður á svæðisstöðina í Hafnarfirði síðdegis í gær en í bíl hans fundust ætluð fíkniefni. Nokkru síðar fundust ætluð fíkniefni við húsleit í Hlíðahverfi í Reykjavík en talið er að um sé að ræða bæði hass og amfetamín. Fíkniefnin voru falin undir kodda í rúmi í íbúðinni.