13 September 2007 12:00

Kannabisplanta fannst við húsleit í fjölbýlishúsi í Árbæ í gær. Húsráðandi, sem er karl á miðjum aldri, var handtekinn en í íbúð hans fannst einnig lítilræði af ætluðu maríjúana. Á sama stað fannst sömuleiðis riffill sem hafði verði stolið á Norðurlandi fyrir tveimur árum.

Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.