6 Mars 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Talið er að þetta séu 250 gr af hassi og neyslumagn af kókaíni. Hjá manninum fannst einnig talsvert af fjármunum og voru þeir haldlagðir. Handtakan kom í kjölfar húsleitar að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnabrota. Málið telst upplýst og fer nú til ákærumeðferðar.