31 Janúar 2008 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti eftir hádegi í gær. Talið er að um sé að ræða bæði amfetamín og kannabisefni. Fíkniefnaleitarhundur var notaður við aðgerðina. Á sama stað fundust einnig munir sem grunur leikur á séu þýfi. Þrír karlar voru handteknir vegna rannsóknarinnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.