13 Febrúar 2008 12:00
Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Talið er að um sé að ræða bæði hass og amfetamín. Á sama stað fundust fjármunir sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.
Í gær komu tveir aðrir karlar á þrítugsaldri við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. Báðir voru með ætluð fíkniefni í fórum sínum. Annar mannanna var handtekinn í miðborginni en hinn í Árbæ.