28 Mars 2008 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í Hlíðunum í gærkvöld. Talið er að um sé að ræða bæði hass og amfetamín, samtals um 70 grömm. Karl um fertugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins. Og í nótt var karl á þrítugsaldri stöðvaður á Völlunum í Hafnarfirði en sá var með ætlað hass í fórum sínum.