8 Apríl 2008 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í vesturbæ Reykjavíkur nú síðdegis. Talið er að um sé að ræða 200 grömm af marijúana, 40 grömm af amfetamíni og 300 skammta af LSD. Karl um fertugt og kona á þrítugsaldri voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Í framhaldinu var farið í hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en þar fundust neysluskammtar af fíkniefnum sömu tegundar og áður var getið.