21 Apríl 2008 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti á föstudagskvöld. Talið er að um sé að ræða um 50 grömm af amfetamíni. Þrír karlar og ein kona voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Á fimmtudagskvöld fannst ámóta magn af ætluðu amfetamíni við húsleit í Árbæ en um tíu önnur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa umræddu daga. Í öllum tilvikum var lagt hald á ætluð fíkniefni, mismikið þó.