4 Maí 2007 12:00
Ætluð fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum í miðborginni í gærkvöld og nótt. Nokkuð af amfetamíni fannst á báðum stöðum en tveir karlmenn og ein kona voru handtekin vegna þessara óskyldu mála. Í annarri íbúðinni fundust jafnframt skot úr skammbyssu og voru þau einnig haldlögð.
Þrír aðrir karlmenn voru handteknir í miðborginni í gærkvöld en þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli. Einn þeirra var með 100 grömm af hassi og 70 skammta af LSD í fórum sínum. Hinir handteknu í fyrrgreindum fíkniefnamálum eru allir á miðjum aldri nema konan, hún er á þrítugsaldri.