10 Febrúar 2010 12:00

Fíkniefni og fjármunir fundust þegar lögreglan stöðvaði bíl í Hlíðunum síðdegis í gær. Undir stýri var karl á þrítugsaldri en með honum í för var maður á svipuðum aldri. Í bílnum var allnokkuð af marijúana en ökumaðurinn, sem þegar hafði verið sviptur ökuleyfi, reyndist einnig vera með amfetamín í fórum sínum sem og talsvert af reiðufé. Mennirnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.